Þjóðsögur

Björn á börn

Það er sagt um björninn að hann sé maður í álögum og eigi birnan börn, en þau verði að húnum, ef hún nær að slá yfir þau  hramminum. Frá því hefur verið sagt að í Grenivík á Grímsey hafi maður einu sinni komið út og séð birnu, sem bar sig hálfaumlega. Hann sótti henni inn kúamjólk og gaf henni. Seinna um kvöldið, þegar hann fór að taka til heyið, lá hún í hlöðunni og var að gjóta. Hann náði þá einum unga  hennar og var það almennilegt meybarn. Fór maðurinn svo inn með barnið og ól það upp nokkra stund ; óx hún og dafnaði vel, en sótti mjög út, þegar hún var kominn á legg, og til sjávar. Loksins tókst henni að komast út á ís á víkinni ; kom þá birna að og brá yfir hana hramminum ; við það brá henni svo að hún varð að bjarndýrshún.                      

Dýrhóll

Á Lágheiði í Ólafsfirði er hæð ein, sem Dýrhóll heitir. Hann dregur það nafn af því, að einu sinni lá þar bjarndýr. Meðan dýrið hélt sig þar, gekk maður einn yfir heiði með atgeirsstaf í hendi. Þegar dýrið varð vart við manninn, stóð það upp og hristi sig, en lagðist aftur, er það sá  atgeirsstafinn. Nú gekk maðurinn inn í Heiðarhöll og mætti þar manni einum úr Fljótum, sem ætlaði út í Ólafsfjörð. Maðurinn, sem utan að kom, varaði hinn við bjarndýrinu og léði honum geirsstaf sinn. Síðan gekk maðurinn út heiði og er hann kom út að Dýrhól, stóð bjarndýrið upp. Gaf það sig ekkert að honum, en tók á rás inn heiði og linnti ekki fyrr en það náði manninum, sem inn yfir gekk, skammt fyrir framan Þrasastaði og drap hann þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þessar þjóðsögur hef ég aldrei heyrt. Hvaða þóðsögur eru þetta. Jóns Árnasonnar? Mér fannst þessi fyrri mjög góð. Takk fyrir Raggi minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.11.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Unnur Guðrún

meira af þessu, það er mjög gaman að lesa þetta .

Unnur Guðrún , 13.11.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ja þarna leyndist nú sögumaður,reyndar frábær leikari líka,flott hjá þér strákur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:03

4 identicon

gaman að lesa svona sögur!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:11

5 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Hvað getur þú ekki????????????????????? Þú ert frábær teiknari og svo skrifar þú líka svona æðislega. Glæsilegt Raggi. Kossar og knús.

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband