Færsluflokkur: Bloggar

Afmæli 22.feb

þann 22.feb verð ég 12 ára(eins og sumir vita)  og endilega sendið mér afmæliskveðjurWizardW00t


Afsakið

Ég ætlaði að skrifa allt Jólaljóðið en ég finn ekki bókinaGrin Whistling Undecided

Jólasveinar7

Nú er það komið að Hurðaskelli sem kom þann 17.des.

 

Sjöundi var Hurðaskellir,

-sá var nokkuð klúr,

ef fólkið vildi í rökkrinu

fá sér væran dúr.

 

Hann var ekki sérlega

hnugginn yfir því,

þó harkalega marraði

hjörunum í.


Jólasveinar6

Nú er það Askasleikir sem kom þann 16.desember.

 

Sá sjötti, Askasleikir,

var alveg dæmalaus.-

Hann fram undan rúmunum

rak sinn ljóta haus.

 

Þegar fólkið setti askana

fyrir kött og hund,

hann slunginn var að ná þeim

og sleikja á ýmsa lund. 


Jólasveinar5

Nú er komið að Pottasleiki sem kom þann 15.desember þið  þið sjáið að í  ljóðinu er hann nefndur ´´Pottaskefill´´ það er af því að þetta er dálítið gamalt ljóðGrinWoundering en hvað með það byrjum ljóðið.

 

Sá fimmti, Pottaskefill,

var skrítið kuldastrá.

- Þegar börnin fengu skófir

hann barði dyrnar á.

 

Þau ruku´ upp, til að gá að

hvort gestur væri á ferð.

Þá flýtti ´ann sér að pottinum

og fékk sér góðan verð.

 


Jólasveinar4

Nú er það hann Þvörusleikir sem kom þann 14.desember.

 

Sá fjórði, Þvörusleikir,

var fjarskalega mjór.

Og ósköp varð hann glaður,

þegar eldabuskan fór.

 

Þá þaut hann eins og elding

og þvöruna greip,

og hélt með báðum höndum,

því hún var stundum sleip.


Jólasveinar3

Nú er komið að Stúfi sem kom þann 13.desember.

 

 Stúfur hét sá þriðji,

stubburinn sá.

Hann krækti sér í pönnu,

þegar kostur var á.

 

Hann hljóp með hana í burtu

og hirti agnirnar ,

sem brunnu stundum fastar

við barminn hér og þar.


Jólsveinar2

Nú ætla ég að skrifa um Giljagaur sem kom 12 desember.

 

 

Giljagaur var annar,

með gráa hausinn sinn.

- Hann skreið ofan úr gili

og skauzt í fjósið inn.

 

Hann faldi sig í básunum

og froðunni stal,

meðan fjósakonan átti

við fjósamanninn tal.

 

 


Jólasveinar

nóttina 11. desember kom Stekkjastaur til byggða og ég ætla að segja svolítið úr einarri bók sem fjallar um ljóð um Jólasveina ég ætla að skrifa um jólasveinana farm að 24 desember(Aðfangadag)og þegar 24.desember kemur þá skrifa ég allt ljóðið og nú ætla ég að skrifa brot úr ljóðinu um Stekkjastaur.

 

 

                                Stekkjastaur kom fyrstur,

                                stinnur eins og tré.

                               Hann laumaðist í fjárhúsin

                               og lék á bóndans fé.

 

                              Hann vildi sjúga ærnar,

                              - þá varð þeim ekki um sel,

                              því greyið hafði staurfætur,

                              - það gekk nú ekki vel.

                               

                               

 

 

                               


Tónlist

langar þér að hlusta á tónlist kíktu þá á www.radioblogclub.com hér er hægt að hlust á alla tónlist frá útlöndum t.d Hard Rock Haleluja eftir Lordi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband