18.2.2007 | 13:51
Afmæli 22.feb
þann 22.feb verð ég 12 ára(eins og sumir vita) og endilega sendið mér afmæliskveðjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.2.2007 | 15:19
Afsakið



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2006 | 21:00
Jólasveinar13
Nú er það hann Kertasníkir sem kom þann 23.des(Afsakið að þetta kemur dálítið seint).
Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2006 | 11:30
Jólasveinar12
Nú er það hann Ketkrókur sem kom þann 22.des.
Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.
Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 14:09
Jólasveinar11
Nú er það hann Gáttaþefur sem er að hnýsast hjá mér og gerði það 21.des.
Ellefti var Gáttaþefur,
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 14:02
Jólasveinar10
Nú er það hann Gluggagægir sem ætlar að líta í skjáinn(gluggan) hjá mér og leit inn þann 20.des.
Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 13:53
Jólasveinar9
Nú er komið að Bjúgnakræki sem kom þann 19.des.
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 13:23
Jólasveinar8
Nú er komið að Skyrgámi sem kom þann 18.des ef þið takið eftir því þá er hann kallaður ´´Skyrjarmur´´það er af því að þetta er dálítið gamalt ljóð en hvað með það skoðum ljóðið.
Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2006 | 19:12
Jólasveinar7
Nú er það komið að Hurðaskelli sem kom þann 17.des.
Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér væran dúr.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2006 | 16:01
Jólasveinar6
Nú er það Askasleikir sem kom þann 16.desember.
Sá sjötti, Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)